Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 10. október 2019. Boðin verða til sölu skuldabréf í tveimur skuldabréfaflokkum, EIK 050726 og EIK 050749.
EIK 050726 hefur lokagjalddaga þann 5. júlí 2026, en fylgir 30 ára jafngreiðsluferli fram til lokagjalddaga. Ber flokkurinn 2,712% fasta, verðtryggða vexti.
EIK 050749 hefur lokagjalddaga þann 5. júlí 2049 og fylgir 30 ára jafngreiðsluferli á öllum lánstímanum. Ber flokkurinn 3,077% fasta, verðtryggða vexti
Báðir skuldabréfaflokkanir verða boðnir til sölu með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskipta verði þriðjudaginn 15. október 2019.
Íslandsbanki hefur umsjón með sölu skuldabréfanna. Fossar markaðir koma jafnframt að sölu skuldabréfanna til erlendra aðila.
Tilboðum skal skilað fyrir klukkan 16:00 á útboðsdegi, þann 10. október 2019, til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka á netfangið [email protected]. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Frekari upplýsingar veitir:
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, [email protected], s. 590-2209 / 820-8980